Kristófer Tjörvi efstur íslensku kylfinganna í Portúgal

Fimm íslenskir kylfingar eru við keppni á Portuguese Intercollegiate Open mótinu sem fer fram í Portúgal dagana 16.-18. febrúar. Eftir tvo hringi er Kristófer Tjörvi Einarsson efstur af þeim íslensku keppendum sem taka þátt en hann er í 16. sæti fyrir lokahringinn.

Íslensku strákarnir sem eru með í mótinu eru þeir Daníel Ingi Sigurjónsson, Kristófer Tjörvi, Daníel Ísak Steinarsson, Lárus Garðar Long og Nökkvi Snær Óðinsson.

Þriðji og síðasti hringur mótsins fer fram í dag, sunnudag.

Skor íslensku kylfinganna eftir tvo hringi:

Daníel Ingi Sigurjónsson, 80, 80 (+16)
Kristófer Tjörvi Einarsson, 79, 75 (+10)
Daníel Ísak Steinarsson, 83, 75 (+14)
Lárus Garðar Long, 91, 81 (+28)
Nökkvi Snær Óðinsson, 96, 90 (+42)

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is