Koepka sá sjötti sem ver titilinn á Opna bandaríska

Brooks Koepka sigraði í dag á Opna bandaríska mótinu í annað skiptið í röð þegar hann lék á höggi yfir pari á Shinnecock Hills vellinum í New York fylki.

Þar með náði Koepka að skrá nafn sitt í sögubækurnar en hann er einungis sjötti kylfingurinn í sögunni sem sigrar á þessu sögufræga móti tvö ár í röð.

Síðasti kylfingurinn sem náði þessum árangri er Curtis Strange en hann sigraði á Opna bandaríska mótinu árin 1988 og 1989.

Eftirfarandi kylfingar hafa varið titilinn á Opna bandaríska:

2017-18: Brooks Koepka

1988-89: Curtis Strange

1950-51: Ben Hogan

1937-38: Ralph Guldahl

1929-30: Bobby Jones (a)

1911-12: John McDermott

1903-05: Willie Anderson

Ísak Jasonarson
isak@vf.is