Klúbbhús Golfklúbbsins Leynis rifið niður

Miklar breytingar eru framundan hjá Golfklúbbi Leynis en á árinu verður reist ný frístundamiðstöð. 

Á dögunum var gamla klúbbhúsið rifið niður en það hafði staðið við golfvöllinn frá árinu 1978 eða í 40 ár. Íbúðarhúsið sem kennt var við Grímsholt var keypt með dyggri aðstoð Akranesbæjar og á næstu þremur árum unnu félagsmenn hörðum höndum við endurbætur á félagsheimilinu.

Myndband frá því að húsið var rifið niður og myndir má nálgast hér fyrir neðan.


Mynd: skagafrettir.is


Mynd: skagafrettir.is

Hægt er að lesa meira um klúbbhúsið og sjá fleiri myndir með því að smella hér.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is