Kjóstu um kylfing mánaðarins á Evrópumótaröðinni

Daninn Lucas Bjerregaard, Englendingurinn Eddie Pepperell, Spánverjinn Sergio Garca og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele koma til greina sem kylfingar október mánaðar á Evrópumótaröð karla.

Kylfingarnir fjórir unnu allir golfmót í mánuðinum en Bjerregaard fagnaði sigri í Skotlandi á Alfred Dunhill Links Championship eftir æsispennandi lokahring þar sem hann hafði betur gegn Tyrrell Hatton á endasprettinum.

Pepperell sigraði á British Masters í Englandi og gerði sér þar að auki lítið fyrir og fór holu í höggi í mótinu. Garcia sigraði í sínu eigin móti á Valderrama Masters á meðan Schauffele sigraði á heimsmótinu í Kína.

Hér er hægt að kjósa í vali á kylfingi mánaðarins.


Eddie Pepperell.


Lucas Bjerregaard.


Xander Schauffele.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is