Kjartan og Guðlaugur sigruðu á móti helgarinnar hjá GS

Golfklúbbur Suðurnesja hélt um helgina Opið Vormót þar sem um 120 kylfingar tóku þátt. Samkvæmt heimamönnum var Leiran í flottu standi og er búið að opna völlinn formlega eftir mót helgarinnar.

Kjartan Einarsson, GVS, og Guðlaugur B Sveinsson, GK, stóðu uppi sem sigurvegarar í mótinu. Kjartan lék best í höggleik og kom inn á 75 höggum en Guðlaugur var með flesta punkta eða 43 talsins.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

1.sæti án forgjafar: Kjartan Einarsson 75 högg

1.sæti punktakeppni: Guðlaugur B Sveinsson 43 punktar
2.sæti punktakeppni: Bjarni Sæmundsson 41 punktar
3.sæti punktakeppni: Einar Oddur Sigurðsson 40 punktar

Næst holu á 9. holu: Steingrímur
Næst holu 16. holu: Haraldur Óskar
Næst holu 18. holu: Magnús Guðmundsson

Ísak Jasonarson
isak@vf.is