Kevin Na ekki sáttur við kargann á Erin Hills

Nú fer Opna bandaríska meistarmótið senn að hefjast, en mótið hefst á fimmtudagsmorgun og eru kylfingar á fullu að undirbúa sig fyrir mótið. Mótið fer fram á Erin Hills vellinum í Wisconsin, og opnaði völlurinn ekki nema fyrir 11 árum, eða árið 2006. Svo virðist sem grasið hefur heldur betur verið látið vaxa því strax eru farnar að heyrast raddir um hversu þykkur karginn er. 

Kevin Na verður á meðal þátttakenda. Hann var mættur á svæðið á sunnudaginn og birti hann myndband á instagram sem sýndi hversu þykkur karginn er. Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá myndbandið hér að neðan.

Einnig birti hann mynd af skorkortinu fyrir mótið og sést þar að völlurinn er um rúmir 7700 jardar, sem eru rúmlega 7100 metrar.