Keilir keppir á EM klúbbaliða í vikunni

Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson keppa fyrir hönd Golfklúbbsins Keilis á EM klúbbaliða sem fer fram dagana 25.-27. október í Frakklandi.

GK tryggði sér sæti í mótinu með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar. Í úrslitaleiknum unnu Keilismenn Mosfellinga, 3-2, í spennandi leik.

Leikið er á Chateaux golfvellinum í Frakklandi. Leiknir eru þrír hringir mótinu og er leikfyrirkomulag mótsins höggleikur. 

Hér verður hægt að fylgjast með í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is