Keilir fagnar heimkomu Axels með móttöku í golfskálanum

Golfklúbburinn Keilir ætlar að halda móttöku þriðjudaginn 17. október þar sem tekið verður á móti atvinnukylfingnum Axel Bóassyni.

Íslandsmeistarinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í heildarstigakeppninni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem lauk um síðustu helgi en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær slíkum árangri. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Móttakan hefst kl. 18:00 í golfskála Keilis við Hvaleyrarvöll og eru allir velunnarar, Keilisfélagar og aðrir áhugasamir velkomnir.

Sjá einnig:

Svona fór Axel að því að verða stigameistari á Nordic Golf mótaröðinni
Axel endaði í öðru sæti á lokamótinu | Fagnaði stigameistaratitlinum

Ísak Jasonarson
isak@vf.is