Keenan Davidse efstur í Suður-Afríku

Það er Suður-Afríkubúinn Keenan Davidse sem er í forystu eftir fyrsta hring á Opna Joburg mótinu sem hófst í dag. Davidse lék frábærlega í dag og kom í hús 63 höggum. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og eins og greint var frá í morgun er Birgir Leifur á meðal þátttakenda. Hann lék á einu höggi undir pari og er jafn í 85. sæti eftir daginn.

Davidse lék á Bushwillow vellinum í dag, en mótið er leikið á tveimur völlum og því mun hann leika á Firethorn vellinum á morgun. Hringinn í dag lék Davidse nánst óaðfinnanlega og fékk hann níu fugla, einn skolla og restina pör og er því samtals á átta höggum undir pari. 

Það er þéttur hópurinn sem er einu höggi á eftir, en sex kylfingar eru á sjö höggum undir pari og léku þeir allir á Bushwillow vellinum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.