Justin Thomas eykur forystu sína á FedEx listanum

Justin Thomas er nú kominn með samtals 1769 stig og 440 stiga forystu á næstu menn á FedEx listanum, sem er stigalisti PGA mótaraðarinnar. 

Sigurvegari helgarinnar, Patrick Reed, kemst með sigrinum upp í fimmta sætið. Hann hefur fjórum sinnum á árinu verið á meðal 10 efstu. Hann er samtals með 1161 stig, 608 stigum á eftir Thomas. Fyrir sigurinn fékk Reed 600 stig, en aðeins risamótin fjögur og Players mótið gefa þetta mörg stig.

Í sætum tvö til fjögur eru þeir Patton Kizzire, með 1329 stig, Bubba Watson, með 1281 stig og Phil Mickelson, með 1248 stig.

Sigurvegari listans í lok árs hlýtur að launum 10 milljónir Bandaríkjadala og því að miklu að vinna.