Justin Rose í forystu í Indónesíu þegar leik var frestað

Fresta þurfi leik á þriðja degi Indonesian Masters mótinu vegna veðurs. Leikur mun hefjast að nýju klukkan 6:15 að staðartíma og hefst svo lokahringurinn strax í framhaldinu. Það er Justin Rose sem er í forystu þegar leik var hætt, en hann náði að ljúka við átta holur í dag.

Rose er búinn að vera í forystu frá fyrsta hring, en hann lék fyrsta hringinn á 62 höggum (-10). Fyrir þriðja hringinn var hann með eins höggs forystu á næstu menn. Eftir átta holur í dag var Rose á samtals þremur höggum undir pari og er hann kominn með þriggja högga forystu á þá Scott Vincent og Kiradech Aphibarnrat. Rose er samtals á 16 höggum undir pari. 

Bæði Vincent og Aphibarnrat eru á einu höggi undir pari á þriðja hringnum og eru því samtals á 13 höggum undir pari. 

Eins og áður sagði hefst leikur að nýju á morgun og er hægt að fylgjast með gangi mála í mótinu hérna.