Justin Rose enn í forystu í Indónesíu

Englendingurinn Justin Rose er með tveggja högga forystu eftir tvo daga á Indonesian Open mótinu sem er lokamót tímabilsins á Asíutúrnum. Rose náði að spila 16 holur á öðrum hringnum áður en fresta þurfti leik vegna veðurs.

Eftir tvo daga er Rose samtals á 14 höggum undir pari og með tveggja högga forystu á Kiradech Aphibarnrat.

Rose, sem lék fyrsta hringinn á 10 höggum undir pari, fékk alls fimm fugla og einn skolla á hring dagsins.

Jafnir í þriðja sæti eru þeir Giwhan Kim og Scott Vincent.

Tilþrif dagsins átti Sung Mao-Chang sem fór holu í höggi á öðrum hringnum.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is