Jordan Spieth þykir líklegastur til að sigra Masters mótið

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er líklegastur til að sigra Masters mótið, sem fram fer í apríl á næsta ári, samkvæmt veðbönkum ytra. Stuðullinn á að Spieth sigri er 7/1 og er hann örlítið búinn að lækka síðan í síðasta mánuði, þegar hann var 8/1.

Næstur á eftir Spieth kemur Dustin Johnson, en hann er með stuðulinn 10/1. Dustin þurfti að draga sig úr leik á Masters mótinu á þessu ári vegna meiðsla. Þriðji líklegastur til að sigra er svo Rory McIlroy, með stuðulinn 12/1, en Masters mótið er eina risamótið sem McIlroy á eftir að sigra.

Eftir góða frammistöðu um helgina hefur stuðullinn á að Tiger Woods sigri Masters mótið lækkað töluvert og er nú 20/1. Tiger vann síðast Masters mótið árið 2005 og fjögur ár eru liðin frá því að hann sigraði síðast mót. 

Hér má sjá hverjir þyka líklegastir til að sigra, en líkur eru á að þetta breytist nokkuð þar sem enn eru fimm mánuðir í að Masters mótið hefjist.

7/1: Jordan Spieth
10/1: Dustin Johnson
12/1: Rory McIlroy
15/1: Rickie Fowler, Jason Day, Justin Rose, Jon Rahm, Justin Thomas
20/1: Tiger Woods, Hideki Matsuyama, Brooks Koepka
30/1: Phil Mickelson, Pail Casey, Sergio Garcia
40/1: Adam Scott, Bubba WAtson, Henrik Stenson, Matt Kuchar