Jón B. Stefánsson formaður LEK

Aðalfundur Landsamtaka eldri kylfing (LEK) fór fram í gær, þriðjudaginn 12. desember. Hérna má sjá skjal með helstu atriðum úr skýrslu stjórnar, reiknungum félagsins og öðrum upplýsingum um starfsárið.

Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar að LEK verði flutt til fastanefndar GSÍ sem stofnað var á nýliðnu ársþingi GSÍ. Verður sú nefnd kölluð Landsnefnd eldri kylfinga (LEK). LEK verður áfram skráð sem samtök með stjórn sem verður kosin á aðalfundi þar til annað verður ákveðið.

Stjórn LEK á næsta ári skipa þau Jón B. Stefánsson, formaður. Í aðalstjórn eru Baldur Gíslason, Elín Sveinsdóttir, Gunnar Árnason og Magdalena Sirrý Þórisdóttir. Þau Anna Snædís Sigmarsdóttir og Sigurjón Árni Ólafsson sitja í varastjórn. 


Frá vinstri: Gunnar, Anna Snædís, Elín, Jón B., Sigurjón, Magdalena og Baldur. Mynd: seth@golf.is