Johnson styrkir stöðu sína á toppi heimslistans

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson sigraði með fádæma yfirburðum á Sentry Tournament of Champions mótinu sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni. Johnson styrkti þar með stöðu sína á heimslistanum en hann er sem fyrr í efsta sæti.

Johnson er nú með 11,19 stig á heimslistanum, rúmlega tveimur stigum meira en Jordan Spieth sem er annar. Spánverjinn Jon Rahm er kominn upp í þriðja sæti listans en hann fór upp fyrir Justin Thomas eftir að hafa endað í öðru sæti á Sentry mótinu. Fleiri urðu breytingarnar ekki á 10 efstu sætunum.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Staða efstu manna á heimslista karla í golfi:

1. Dustin Johnson, 11,19
2. Jordan Spieth, 9,03
3. Jon Rahm, 8,79
4. Justin Thomas, 8,30
5. Hideki Matsuyama, 7,89

Ísak Jasonarson
isak@vf.is