Johnson staðfestir þátttöku sína á Valspar Championship

Efsti kylfingur heimslistans, Dustin Johnson, verður með á Valspar Championship mótinu sem fer fram dagana 21.-24. mars á PGA meistaramótinu.

Johnson, sem hefur nú þegar sigrað á Heimsmótinu í Mexíkó og Saudi International á þessu tímabili, verður með í mótinu í fyrsta sinn frá árinu 2010.

Johnson verður í eldlínunni næstu daga á Players meistaramótinu á PGA mótaröðinni en hann er í holli með Jon Rahm og Sergio Garcia fyrstu tvo daga mótsins.

Enn er óvitað hvort Tiger Woods keppi á Valspar Championship en hann mun líklega taka því rólega næstu vikur þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í hálsi.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is