Jiménez elsti kylfingurinn með hring upp á 63 högg

Miguel Ángel Jiménez varð um helgina elsti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að leika hring á 63 höggum eða minna. Hann lék á UBS Hong Kong Open mótinu nú um helgina og lék lokahringinn á 63 höggum, eða 7 höggum undir pari.

Þetta var aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur eldri en 50 ára hefur leikið á 63 höggum eða minna. Jiménez sjálfum tókst það árið 2014 og Bernhard Langer árið 2008. Með þessum hring skaust Jiménez upp listann á mótinu og lauk leik jafn í 7. sæti, á samtals 8 höggum undir pari.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af glæsilegum höggum Jiménez á mótinu.