Jim „Bones“ Mackay heiðraður

Það eru ekki liðnir margir mánuðir síðan að Phil Mickelson og kylfurberi hans, Jim Mackay, betur þekktur sem „Bones“, skildust að eftir áratuga samstarf. Nú hefur Western golfsambandið ákveðið að heiðra „Bones“ fyrir framlag sitt til íþróttarinnar og innleiða hann í frægðarhöll kylfubera.

„Bones“ verður innleiddur á miðvikudaginn á Conway Farms golfvellinum, en BMW meistaramótið hefst þar á fimmtudaginn. „Bones“ sagði að það væri mikill heiður fyrir sig og vildi fá að deila þessu með öðrum kylfuberum um allan heim.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég vil deila þessu með öllum kylfuberum um allan heim, ásamt samstarfsmönnum mínum á PGA mótaröðinni, þeim sem ég hef átt frábærar stundir í gegnum tíðina.“