Jason Day gerir grín að fatavali Tiger Woods frá árinu 2004

Opna bandaríska meistaramótið hefst nú á fimmtudaginn á Shinnecock Hills vellinum og eru allir bestu kylfingar heims að undirbúa sig fyrir þetta krefjandi verkefni sem völlurinn verður. Mótið fór síðast fram á þessum velli árið 2004 og vann þá Retief Goosen. Tiger Woods var einnig á meðal keppenda en hann mun einmitt mæta til leiks í sitt fyrsta Opna bandaríska meistaramót í þrjú ár.

Jason Day verður á meðal keppenda í ár en hann var aðeins 17 ára gamall þegar mótið fór fram árið 2004. Í viðtali fyrir mótið sagði Day að hann hefði sent Woods skilaboð þar sem að hann hafi gert smá grín að fatavali Woods árið 2004.

Woods var ekki á þeim buxunum að láta gera grín að sér því samkvæmt Day fékk hann ekkert svar frá Woods. Day sagði síðan að Woods svaraði nú yfirleitt skilboðunum sem hann sendi á hann en í þetta skiptið hafi hann ekki alveg verið tilbúinn í það.

Myndina sem um ræðir má sjá hér að neðan og er varla hægt að segja annað en að gagnrýni Day hafi átt rétt á sér.

 

Here’s what Tiger wore the last time he played in a U.S. Open at Shinnecock.

A post shared by Golf Digest (@golfdigest) on