Jafnt á toppnum fyrir lokahringinn á QBE Shootout

Þrjú lið deila forystunni eftir tvo hringi á QBE Shootout mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Leikmenn liðanna þriggja eru þeir Gary Woodland og Charley Hoffman, Patton Kizzire og Brian Harman og Graeme McDowell og Emiliano Grillo. Liðin eru á 19 höggum undir pari eftir hringina tvo en á fyrsta degi var leikið eftir Texas Scramble fyrirkomulaginu áður en kylfingar spiluðu Greensome í dag.

Sigurvegarar síðasta árs, Sean O'Hair og Steve Stricker eru í baráttunni en þeir eru á 15 höggum undir pari eftir tvo hringi, fjórum höggum á eftir efstu mönnum.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag. Þá er leikið eftir Betri bolta fyrirkomulaginu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is