Íslenska kvennalandsliðið í 15. sæti á Evrópumóti eldri kylfinga

Síðari höggleikshringurinn á Evrópumóti landsliða eldri kylfinga kvenna fór fram í dag í Slóvakíu, en leikið er á Golf Resort Skalica vellinum. Íslenska liðið er eftir daginn í 15. sæti og mun því leika í B riðli þegar holukeppnin hefst á morgun. Liðið skipa þær Anna Sigmarsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Steinunn Sæmundsdóttir og Þórdís Geirsdóttir.

Íslenska liðið var í 16. sæti fyrir daginn eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 413 höggum. Liðið bætti sig um 6 högg í dag og fór við það upp um eitt sæti og er nú á samtals 100 höggum yfir pari.  

Það voru þær María Málfríður og Þórdís sem léku best kvennanna í dag, en þær léku báðar á 78 höggum, eða 6 höggum yfir pari. 

Hér má fylgjast með mótinu.


Íslenska kvennalandsliðið. Mynd: Seth@golf.is