Íslandsmótið í holukeppni: Egill Ragnar og Helga Kristín sigruðu í elsta flokki

Egill Ragnar Gunnarsson og Helga Kristín Einarsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 19-21 árs. 

Egill Ragnar hafði betur gegn Birni Óskari Guðjónssyni í úrslitaleiknum í strákaflokki. Leiknum lauk á 16. holu þar sem Egill vann 3/2. Í leiknum um þriðja sætið var enn meiri spenna en þar hafði vann Axel Fannar Elvarsson á annarri holu í bráðabana gegn Birgi Birni Magnússyni.

19-21 árs piltar:
1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM
3. Axel Fannar Elvarsson, GL
4. Birgir Björn Magnússon, GK.

Í stúlknaflokki vann Helga Kristín Einarsdóttir Laufey Jónu Jónsdóttur í úrslitaleiknum. Helga Kristín hafði betur á 14. holu, 5/4.

19-21 árs stúlkur:
1. Helga Kristín Einarsdóttir. GK
2. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS


Verðlaunahafar í stúlknaflokki. Mynd: seth@golf.is

Ísak Jasonarson
isak@vf.is