Íslandsmót Golfklúbba: Úrslit frá fyrsta degi í kvennaflokki

Fyrstu tveir hringirnir á Íslandsmóti Golfklúbba fóru fram í dag. 1. deild kvenna lék á Garðavelli á Akranesi. Eftir daginn er Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar með 2 stig. Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 1.5 stig og Golfklúbbur Suðurnesja með 0.5 stig. Úrslit úr leikjum dagsins eru eftirfarandi:

A-riðill

Golfklúbbur Reykjavíkur vann Golfklúbb Suðurnesja með 3 vinningum gegn 2 vinningum
Golfklúbbur Reykjavíkur vann Golfklúbbinn Odd með 5 vinningum gegn engum vinning
Golfklúbbur Mosfellsbæjar skildi jafn gegn Golfklúbbi Suðurnesja
Golfklúbbur Mosfellsbæjar vann Golfklúbbinn Odd með 3 vinningum gegn 2 vinningum

B-riðill

Golfkúbburinn Keilir vann Nesklúbbinn með 5 vinningum gegn engum vinning
Golfklúbburinn Keilir vann Golfklúbbinn Leyni með 4 vinningum gegn 1 vinning
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann Golfklúbbinn Leyni með 4 vinningum gegn 1 vinning
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann Nesklúbbinn með 3.5 vinning gegn 1.5 vinning

Tveir klúbbar komast áfram úr hvorum riðli eftir riðlakeppnina og leika í undanúrslinunum, sem fram fara seinni partinn á morgun.

Hér má sjá nánari úrslit.