Íslandsmót Golfklúbba: Úrslit frá fyrsta degi í karlaflokki

Fyrstu tveir hringirnir á Íslandsmóti Golfklúbba voru leiknir í dag. 1. deild karla lék á Kiðjabergsvelli og eru Golfklúbbur Keilis, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbbur Mosfellsbæjar allir með tvö stig. Úrslitin í leikjum dagsins voru eftirfarandi:

A-riðill:

Golfklúbburinn Keilir vann Golfklúbb Fjallbyggðar og Dalvíkur með 3.5 vinning gegn 1.5 vinning
Golfklúbburinn Keilir vann Golfklúbbinn Jökul með 3 vinningum gegn 2 vinningum
Golklúbbur Mosfellsbæjar vann Golfklúbbinn Jökul með 3 vinningum gegn 2 vinningum
Golfklúbbur Mosfellsbæjar vann Golfklúbb Fjallabyggðar og Dalvíkur með 4 vinningum gegn 1 vinning

B-riðill

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann Golfklúbb Kiðjabergs með 4 vinningum gegn 1 vinning
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann Golfklúbbinn Leyni með 4 vinningum gegn 1 vinning
Golfklúbbur Reykjavíkur vann Golfklúbb Kiðjabergs með 5 vinningum gegn engum vinning
Golfklúbbur Reykjavíkur vann Golfklúbbinn Leyni með 4 vinningum gegn 1 vinning

Tveir klúbbar komast upp úr hvorum riðli að lokinni riðlakeppni og leika í undanúrslitum, sem munu fara fram seinni partinn á morgun.

Nánari úrslit má sjá hér.