Íslandsmót golfklúbba: Ljóst hvaða lið komast í undanúrslit í fyrstu deild karla

Íslandsmót golfklúbba hófst í dag víðsvegar um landið. Fyrsta deild karla er leikin á Akranesi að þessu sinni hjá Golfklúbbnum Leyni. Þegar fyrsta degi mótsins er lokið er orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum sem verða leikin eftir hádegi á morgun.

Í A-riðli hafa lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbbsins Keilis unnið báða sína leiki. Þau mættu liðum Golfklúbbsins Leynis og Golfklúbbi Setbergs. Á morgum mætast lið GKG og GK og ræðst þá hvort liðið vinnur riðilinn.

Í B-riðli hafa lið Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Mosfellsbæjar unnið báða sína leiki. Þau léku á móti Golfklúbbnum Jökli og Golfklúbbi Akureyrar. Líkt og í B-riðli leika GR og GM sín á milli á morgun og ræðst þá hvort liðið vinnur riðilinn.

Það lið sem endar efst í A-riðli leikur síðan á móti því liði sem endar í öðru sæti í B-riðli og öfugt.

Öll nánari úrslit úr leikjum dagsins má nálgast hérna.