Íslandsmót golfklúbba hefst á föstudaginn

Íslandsmót golfklúbba 2017 fer fram dagana 11.-13. ágúst. Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbburinn Keilir hefur titil að verja í karlaflokki og Golfklúbbur Reykjavíkur í kvennaflokki. Keppni í 1. deild karla fer fram á Kiðjabergsvelli og á Garðavelli á Akranesi í 1. deild kvenna.

Flestir af bestu kylfingum landsins verða á meðal keppenda og má þar nefna að atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru skráðar til leiks með sínum klúbbum. Ólafía með GR og Valdís Þóra með Leyni í efstu deild kvenna á Garðavelli á Akranesi. Þar að auki mun atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson taka þátt með liði GKG.

Hér að neðan má sjá rástíma og riðla í öllum deildum.

1. deild karla – Kiðjabergsvöllur, Kiðjaberg

A-riðill:
Golfklúbburinn Keilir
Golfklúbburinn Jökull
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Fjallabyggðar

B-riðill:
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbburinn Leynir

Rástímar og úrslit: 

2. deild karla – Hamarsvöllur í Borgarnesi

Rástímar og úrslit:

3. deild karla – Kálfatjarnarvöllur á Vatnsleysuströnd

Rástímar og úrslit:

4. deild karla – Þorlákshafnarvöllur

Rástímar og úrslit:

1. deild kvenna – Garðavöllur á Akranesi

A riðill
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Suðurnesja
Golfklúbburinn Oddur

B riðill
Golfklúbburinn Keilir
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Nesklúbburinn
Golfklúbburinn Leynir

Rástímar og úrslit:

2. deild kvenna – Bárarvöllur í Grundarfirði

Rástímar og úrslit:

Ísak Jasonarson
isak@vf.is