Íslandsmót golfklúbba: GR og GK mætast í úrslitum í fyrstu deild kvenna

Það eru sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbsins Keilis sem leika til úrslita í fyrstu deild kvenna. Úrslitin fara fram á morgun en leikið er á Hvaleyravelli í Hafnarfirði.

Fyrri undanúrslitaleikurinn var á milli GK og GM. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og unnust flestir leikir nokkuð örugglega. En úrslitaleikurinn fór þó alla leið á 18. holuna og hafði GK betur að lokum 3-2.

Síðari undanúrslitaleikurinn var ekki eins spennandi en þar mætti GR sveit GKG. GR vann að lokum 4-1.

Hérna má sjá öll úrslit dagsins.