Íslandsmót golfklúbba: GK og GM mætast í úrslitum fyrstu deildar karla

Það verða sveitir Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem mætast í úrslitum á morgun í fyrstu deild karla á Íslandsmóti golfklúbba. Mótið fer fram á Akranesi og er leikið á vellinum hjá Golfklúbbinum Leyni.

Í undanúrslitum mætti GK sveit GR. Mikil spenna var allt fram á lokaholurnar og fór svo að lokum að GK hafði betur 3-2.

Sama var upp á teningnum í hinum leiknum en þar mætti GM sveit GKG. Líkt og hinn undanúrslitaleikurinn fór þessi 3-2.

GK og GM mætast því á morgun í úrslitaleiknum á meðan GR og GKG leika um þriðja sætið.

Hérna má sjá öll úrslit dagsins.