Íslandsbankamótaröðin: Fyrsta umferð klár fyrir Íslandsmótið í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni hófst í dag við fínar aðstæður. Mótið fer fram á Hústóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Samtals hófu 130 leik í dag og var leikinn höggleikur í öllum flokkum til þess að raða krökkum niður í sæti og komust í mesta lagi 16 áfram í hverjum flokki.

Holukeppnin sjálf hefst svo á morgun þegar 16 manna og 16 kvenna úrslit hefjast. Hægt er að nálgast nánari skor frá deginum á golf.is, en leiki morgundagsins er hægt að sjá hér að neðan.

Hérna verða svo öll úrslit skráð og getur fólk fylgst með hér.