Ísland í undanúrslit í Evrópukeppninni - Axel og Birgir í stuði

Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru komnir í undanúrslit á Evrópukeppni liða eftir frækinn sigur á liði Noregs í dag. Íslendingarnir unnu alla sína leiki í riðlakeppninni.

Leikurinn var jafn en Ísland komst í tveggja holna forystu eftir 11. braut en Norðmenn náðu að jafna. Axel fékk svo fugl á 16. holu. Sautjánda holan féll en Íslendingarnir unnu þá 18. og leikinn 2-0. Glæsilegt.
Axel og Birgir hafa náð vel saman á Gleneagles vellinum en þeir þurftu að leika gott golf til að leggja Norðmennina í dag, þá Ekeland Arnoy og Kristian Johannessen, sem einnig höfðu unnið tvo fyrstu leikina.
Sýnt verður frá golfi á Evrópumótinu á RÚV laugardag og sunnudag.