Ísland í 2. sæti í karlaflokki á Meistaramóti Evrópu

-Axel og Birgir Leifur töpuðu á 18. holu í úrslitaleiknum

Ísland varð í 2. sæti á Meistaramóti Evrópu en þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson töpuðu í úrslitaleik á 18. holu fyrir Spánverjum. Ísland fer því heim með silfurverðluan í karlaflokki og gullverðlaun í blönduðum liðum karla og kvenna.

Úrslitaleikurinn var sveiflukenndur. Spánverjar unnu fyrstu holuna en okkar menn jöfnuðu að bragði og komust yfir en Spánverjar unnu fjórar holur í röð og leiddu með 3 holum eftir 9. Þannig var staðan þegar þrjá holur voru eftir en þá unnu Íslendingarnir tvær holu, 16. og 17. braut. Bæði lið voru um 3-4 metra frá fyrir fugli á 18. holunni en Birgir Leifur náði ekki að setja púttið ofan í en það fór ofan í hjá þeim spænska og niðurstaðan því 2-0 fyrir Spáni.

Frábær frammistaða hjá íslensku kylfingunum, þeim Valdísi Þóru Jónsdóttur, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, Birgi Leif Hafþórssyni og Axel Bóassyni. Þau fara ekki tómhent heim því fyrir sigurinn í blandaða mótinu fékk Ísland tæpar 4 millj. kr. eða tæpa milljón kr. á kylfing. Og fyrir 2. sætið fengu Axel og Birgir hvor um sig rúmar 6 millj. króna.

Axel og Birgir með Spánverjunum og Ítölunum á verðlaunapalli.