Ingvar Andri og Hulda Clara léku á 68 höggum

Ingvar Andri Magnússon og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr GKG, léku á laugardaginn fyrsta hringinn í liðakeppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fer fram í Buenos Aires í Argentínu.

Ingvar og Hulda léku á 68 höggum í liðakeppninni en leikfyirkomulag fyrsta dagsins var fjórbolti þar sem betra skor þeirra á hverri holu taldi. Í dag fer annar keppnisdagurinn fram þar sem leikinn verður fjórmenningur.

Liðsmenn Ítalíu eru í efsta sæti að loknum fyrsta degi á 13 höggum undir pari. Íslenska liðið er í 26. sæti af 32 liðum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is