Ian Poulter ekki sáttur með skipuleggjendur Opna bandaríska meistaramótsins

Ian Poulter lék á 76 höggum í gær á Opna bandaríska meistaramótinu og er því samtals á sjö höggum yfir pari, fjórum höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn. Hann er því alls ekki úr leik en hann var engu að síður mjög ósáttur með bandaríska golfsambandið og lét aðeins í sér heyra eftir hringinn í gær á Twitter síðu sinni.

Árið 2004, þegar mótið fór fram á Shinnecock Hills vellinum, þurftu vallarstarfsmenn að vökva grínin milli ráshópa á lokadeginum vegna mikilla þurrka. Þátttakendur mótsins í ár hafa því í margar vikur hvatt skipuleggjendur mótsins að tryggja það að svoleiðis gerist ekki aftur.

Poulter fannst völlurinn í gær vera orðinn næstum óspilhæfur á köflum og vitnaði hann meðal annars í Mike Davis forstjóra bandaríska golfsambandsin sem lét hafa eftir sér að völlurinn hefði verið orðinn of erfiður á köflum og ef þeir gætu sett hann upp aftur hefðu þeir breytt uppsetningunni.

Twitter færslur Poulter má sjá hér að neðan: