Hvaða þjóð vann HM-leikinn á Írska mótinu?

Fjórir kylfingar á Írska meistaramótinu  sem nú fer fram á Ballyliffin vellinum á Evrópumótaröðinni háðu harða keppni í HM leik fyrir mótið en hann snérist um að hitta golfbolta af 135 metra færi í þverslá á fótboltamarki sem hafði verið komið fyrir á golfvellinum. Þetta voru Spánverjinn Jon Rahm, Frakkinn Alex Levy, Þjóðverjinn Marcel Siem og Englendingurinn Matt Wallace.

Svo fór að lokum að enginn þeirra náði að slá boltanum í þverslánna. Þjóðverjinn Siem tók þá til sinna ráða og náði að koma bolta sínum í þverslánna. Þið sjáið hvernig hann gerði það í myndbandinu.