Hvað verður Tiger Woods með í pokanum á fimmtudaginn?

Nú eru aðeins tveir dagar í að Tiger Woods snúi aftur á golfvöllinn eftir 10 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Á sama tíma fyrir ári síðan var Woods að snúa aftur á völlinn eftir 15 mánaða fjarveru, og hefur hann því nánast ekkert verið með í 25 mánuði.

Það hefur ýmislegt breyst á þeim tíma þegar kemur að kylfum og boltum, en Woods skrifaði þó undir samning við TaylorMade Golf og Bridgestone fyrr á þessu ári. Þá samdi hann um að spila með TaylorMade golfkylfur og Bridgestone bolta.

Mikla athygli hefur vakið hvaða járn Woods er að spila með og samkvæmt myndum virðist hann ekki vera með járn frá TaylorMade. Heldur lítur út fyrir að hann sé með gömlu Nike járnin sín, bara með breyttu merki. Þó virðist hann vera með eitt járn frá TaylorMade, mjög líklega „dræving-járn“.

Í yfirlýsingu frá TaylorMade segir að nú þegar Tiger Woods sé að snúa aftur á völlin muni þeir hjá TaylorMade Golf ásamt Tiger Woods halda áfram að hanna og þróa járn sem Woods mun nota í náinni framtíð. Hann muni þangað til aðeins nota M2 dræverinn og M1 eða M2 3 tréð frá TaylorMade.

Woods hefur þó snúið aftur til eldri daga og mun notast við Scotty Cameron pútterinn sem hann hefur notast við megnið af ferlinum. Að venju er pútterinn með Ping gripi.