Hvað var í pokanum hjá Rickie?

Rickie Fowler sigraði á Hero World Challenge mótinu með eftirminnilegum hætti nú um helgina. Hann lék þar lokahringinn á 61 höggi, eða 11 höggum undir pari. 

Rickie sýndi glæsilega takta á hringnum, enda ekki við öðru að búast þegar 11 fuglar nást á einum hring, og sló meðal annars ofan í úr flatarglompu.

Þetta var í fyrsta sinn sem Rickie lék með nýju F8+ línuna frá Cobra í keppni, en hann hefur verið að prófa kylfurnar undanfarna mánuði. 

Þetta eru kylfurnar sem Rickie valdi að hafa í pokanum um helgina:

Dræver: Cobra King F8+ (Aldila NV 2K Blár 70x), 8 gráður
3-tré: Cobra F8+, 13 gráður
5-tré: Cobra F8+ Baffler 5W, 14,5 gráður
Járn (4-PW): Cobra King Forged MB
Fleygjárn: Cobra King V-Grind (52, 56, 60 gráður)
Pútter: Scotty Cameron by Titleist Newport 2 GSS prototype
Bolti: Titleist Pro V1