Hulda Clara hlaut háttvísibikar GKG

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hlaut Háttvísibikar GSÍ á 20 ára afmæli klúbbsins og er hann veittur þeim unga kylfingi sem sýnt hefur góða frammistöðu utan vallar sem innan, og verið öðrum kylfingum til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og háttvísi.

Bikarinn var veittur í fyrsta sinn árið 2014, og fékk þá Aron Snær Júlíusson viðurkenninguna. Elísabet Ágústsdóttir og Hlynur Bergsson hafa hlotið Háttvísibikarinn undanfarin tvö ár.

Í ár hlýtur Hulda Clara Gestsdóttir Háttvísibikarinn.

Helstu afrek Huldu á árinu 2017:

  • Var valin í U18 stúlknalandslið Íslands sem keppti á Evrópumóti stúlkna í Finnlandi.
  • Sigraði á tveimur mótum á Íslandsbankamótaröð unglinga og varð tvisvar sinnum í öðru sæti í þeim fjórum mótum sem hún tók þátt í.
  • Náði best 3. sæti í Eimskipsmótaröðinni.
  • Lék fyrir hönd GKG með stúlknasveit og kvennasveit í Íslandsmóti golfklúbba, og var sigursæl í sínum leikjum.

Enn fremur kemur eftirfarandi fram á heimasíðu GKG: „Auk þessa er Hulda frábær fyrirmynd yngri sem eldri kylfinga. Hún fékk fyrsta settið 3 ára en fór á fyrsta leikjanámskeiðið hér í GKG fimm ára og síðan á æfingar 6 ára. Hún hefur sýnt mikinn dugnað við æfingar, og er komin með 2,6 í forgjöf, aðeins 15 ára gömul!

Hulda er glæsilegur fulltrúi GKG, er góður liðssmaður, kemur ávallt vel fram og fylgir þeim golf- og siðareglum sem við förum eftir í golfi.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is