Hrikalegur kargi á Opna bandaríska meistaramótinu

Annað risamót ársins, Opna bandaríska meistaramótið, hefst nú á fimmtudaginn og að þessu sinni er leikið á Shinnecock Hills vellinum í New York fylki. 

Eins og venjulega hafa skipuleggjendur mótsins látið kargann vaxa og hafa nú ýmsir birt myndir frá vellinum. Satt best að segja er ekki nokkur maður sem vill slá út í þennan karga en nokkrar myndir má sjá hér að neðan.

Hér að neðan má svo sjá myndband sem Evrópumótaröðin birti og sýnir þetta hvað bestu kylfingar heims þurfa að glíma við um helgina.

 

US Open rough this week 😫 #USOpen

A post shared by European Tour (@europeantour) on