Hola í höggi á par 4

Magnús Þór Haraldsson, félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut á Kiðjabergsvelli á föstudaginn.

Það sem gerir afrekið enn skemmtilegra er sú staðreynd að 6. holan er par 4 hola og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku draumahöggi. Brautin er 222 metrar, öll upp í móti.

Kylfingur óskar Magnúsi til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is