Hlynur Geir og Alda klúbbmeistarar GOS árið 2018

Meistarmót Golfklúbbsins Selfoss fór fram dagana 3.-7. júlí á Svarfhólsvelli. Hlynur Geir Hjartarson og Alda Sigurðardóttir stóðu uppi sem sigurvegarar í karla- og kvennaflokki og eru þau klúbbmeistarar árið 2018.

Alda lék best allra í kvennaflokki en alls tóku 8 konur þátt í flokknum. Jóhanna Bettý Durhuus endaði önnur og Ástfríður M Sigurðardóttir þriðja.

Í karlaflokki lék framkvæmdarstjórinn Hlynur Geir manna best en hann sigraði með nokkrum yfirburðum. Hlynur Geir lék á 4 höggum yfir pari í heildina og endaði 21 höggi á undan þeim Pétri Sigurdóri Pálssyni og Vigni Agli Vigfússyni.

Öll nánari úrslit er hægt að nálgast á golf.is.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is