Henry heldur PGA kortinu þökk sé nýrri undanþágu

J. J. Henry, sem hefur sigrað á þremur mótum á PGA mótaröðinni, lék ekki nógu vel á síðasta tímabili til að halda kortinu á þessari sterkustu mótaröð heims.

Hinn 43 ára gaml Henry endaði einungis einu sinni í topp-10 í 28 mótum og komst því ekki í lokamót tímabilsins.

Allt útlit var fyrir að Henry myndi missa keppnisréttinn á PGA mótaröðinni eftir tímabilið en þar sem kylfingurinn hefur leikið í tæp 20 ár á mótaröðinni og náð flottum árangri var gerð undanþága til að hann myndi halda keppnisrétti sínum.

Undanþágan hljómar þannig að þeir kylfingar sem hafa náð í gegnum niðurskurð á 300 mótum á PGA mótaröðinni halda keppnisrétti sínum. Til samanburðar má nefna að 25 tekjuhæstu kylfingar í sögu mótaraðarinnar eiga ekki í hættu á að missa keppnisréttinn sinn.

J. J. Henry er meðal keppenda á RSM Classic mótinu sem hófst í dag.

„Nýir kylfingar eru búnir að taka fram úr þeim sem þénuðu mest á mínum tíma á mótaröðinni þar sem upphæðirnar hafa farið upp um líklega helming.

Til þess að gefa kylfingum á borð við mig aukið tækifæri veltu þeir fyrir sér hvort það væri nóg að hafa keppt í 500 mótum, en ef þú hefur komist í gegnum niðurskurðinn í 300 mótum hefur þú eiginlega unnið þér inn fyrir keppnisréttinum.“ sagði Henry.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is