Heimsmeistaramótið í golfi aftur til Ástralíu árið 2018

Í gær var tilkynnt að Heimsmeistaramótið í golfi færi aftur fram í Ástralíu. Mótið, sem er haldið annað hvert ár, var einnig leikið í Ástralíu síðustu tvö skiptin. Leikið verður á Metropolitan vellinum og verða 28 tveggja manna lið sem munu mæta til leiks.

Það var lið Danmerkur sem sigraði mótið árið 2016, en fyrir hönd Danmerkur léku þeir Soren Kjeldsen og Thorbjorn Olesen. 

Liðin eru valin þannig að sá leikmaður sem er efstur á heimslistanum frá hverju landi fær sjálkrafa þátttökurétt, kjósi hann að nýta sér þann rétt, og velur sá kylfingur annan kylfing til þess að keppa með sér. Keppt er yfir fjóra daga og er leikinn betri bolti á fyrsta og þriðja deginum og fjórmenningur á öðrum og fjórða deginum.