Heimslistinn: Daniel Berger kominn upp í 24. sæti

Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger stóð uppi sem sigurvegari á FedEx St. Jude Classic mótinu sem fram fór á PGA mótaröðinni um helgina. Með sigrinum fór hann upp um 19 sæti á heimslistanum og situr hann nú í 24. sæti.

Berger hefur nú sigrað á FedEx St. Jude Classic mótinu tvö ár í röð en það eru einmitt einu tvö mótin sem hann hefur sigrað á PGA mótaröðinni.

Suður-Afríkubúinn Dylan Frittelli fagnaði sigri á Evrópumótaröðinni um helgina. Hann er nú kominn upp í topp-100 í heiminum, nánar tiltekið í 76. sæti, eftir að hafa byrjað árið í 152. sæti.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.


Dylan Frittelli.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is