Heimslisti kvenna: Valdís Þóra tekur gott stökk

Nýr heimslisti kvenna hefur verið birtur eftir mót helgarinnar. Staðan á toppnum er óbreytt en Sung Hyun Park er enn í efsta sætinu og hefur hún nú verið þar í tvær vikur í röð, og samtals í 13 vikur á sínum ferli.

Valdís Þóra Jónsdóttir náði flottum árangri á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún endaði í fimmta sæti eftir að vera í toppbaráttunni allt mótið. Hún tekur stökk upp listann og er komin í 402. sæti en var í síðustu viku í 437. sæti.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er enn efst af íslensku stelpunum. Hún situr í 347. sæti en hún fór niður um 11 sæti milli vikna. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er svo í 985. sæti listans.

Listann í heild sinni má nálgast hérna.