Heimslisti kvenna: Valdís fer upp um 12 sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, heldur áfram að klífa upp heimslista kvenna í golfi. Eftir fínt mót um helgina á Evrópumótaröðinni er Valdís komin upp í 299. sæti heimslistans og hefur aldrei verið jafn ofarlega.

Valdís Þóra fer upp um 12 sæti á milli vikna og hefur nú farið upp um heil 114 sæti á fyrstu mánuðum ársins 2018. 

Ólafía Þórunn er enn fyrir ofan Valdísi á heimslistanum en hún er í 173. sæti eftir mót helgarinnar.

Ein breyting varð á topp-10 en Hye Jin Choi hafði sætaskipti við Cristie Kerr og er nú komin í 9. sæti. Shanshan Feng situr sem fyrr í efsta sæti heimslistans og Lexi Thompson í öðru.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is