Heimslisti kvenna: Sigurvegari helgarinnar fór upp um 156 sæti

Hin bandaríska Annie Park, sem sigraði á móti síðustu helgar á LPGA mótaröðinni fer upp um heil 156 sæti milli vikna á heimslista kvenna og situr nú í 82. sæti.

Park hafði ekki sigrað á móti á LPGA mótaröðinni áður þar til kom að Shoprite LPGA Classic mótinu þar sem hún lék á 8 höggum undir pari á lokahringnum og sigraði með eins höggs mun.

Inbee Park, frá Suður-Kóreu, er sem fyrr í efsta sæti heimslistans en forystan hefur verið að minnka undanfarnar vikur með góðum árangri Ariya Jutanugarn sem er komin upp í annað sætið.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru einu íslensku kylfingarnir sem eru á heimslista kvenna í golfi. Ólafía er í 240. sæti og Valdís í 338. sæti en þær féllu báðar um nokkur sæti milli vikna.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is