Heimslisti kvenna: Sei Young Kim komin í topp 20

Nýr heimslisti kvenna var birtur í gær eftir mót helgarinnar. Inbee Park situr enn sem fastast í efsta sætinu og hefur nú verið á toppnum samfleytt í 12 vikur en samtals í 102 vikur.

Litlar breytingar eru á efstu 10 konunum en Hye Jin Cho kemur þó ný inn og situr í 9. sæti. Við það færast Moriya Jutanugarn og Minjee Lee niður um eitt sæti hvor og sitja í 10. og 11. sæti.

Sigurvegari helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Sei Young Kim, fer upp um 6 sæti milli vikna og er nú komin í 20. sæti listans.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn um síðustu helgi og fellur niður um 4 sæti millli vikna. Hún situr nú í 257. sæti listans.

Hér má sjá listann í heild sinni.