Heimslisti kvenna: Óbreytt staða á toppi listans

Það eru litlar breytingar á heimslista kvenna þessa vikuna. Shanshan Feng er enn í efsta sæti heimslistans og hefur hún nú setið þar í 23 vikur. Einu breytingar á efstu 10 konunum eru þær að Cristie Kerr fer upp um eitt sæti og situr hún nú í áttunda sætinu. Anna Nordqvist fer niður um eitt sæti og er í því níunda.

Sigurvegari helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Brooke M. Henderson, fer upp fyrir Michelle Wie og er nú í 13. sætinu á meðan Wie fer niður í það 14.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fer niður um sex sæti eftir erfitt gengi um síðustu helgi. Hún er í 197. sæti á nýjum lista. Valdís Þóra Jónsdóttir fer niður um tvö sæti og er í 311. sæti á nýjum lista.