Heimslisti kvenna: Minjee Lee heldur áfram að færast upp listann

Margar af bestu konum heims hafa ekki verið að keppa neitt að undanförnu og eru því engar breytingar á efstu 10 konunum á nýjum heimslista sem var birtur í gær. Minjee Lee, sem hefur leikið vel á Evrópumótaröð kvenna, fer upp um eitt sæti og er nú kominn í 16. sæti listans.

Sigurvegari helgarinnar á Evrópumótaröð kvenna, Jiyai Shin fer upp um þrjú sæti milli vikna og er komin upp í 23. sæti.

Ólafía Þórunn stendur í stað milli vikna og er sem fyrr í 170. sæti listans. Valdís fer niður um tvö sæti og er í 403. sæti á nýjum lista.

Listann í heild sinni má sjá hérna.