Heimslisti kvenna: Kang komin í 18. sæti

Heimslisti kvenna var uppfærður á mánudaginn eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims. Nokkrar breytingar á efstu sætunum vekja athygli en þar ber helst að nefna sigurvegara helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Danielle Kang, sem er nú komin upp í 11. sæti.

Kang var í 18. sæti fyrir mótið en hún lék á 13 höggum undir pari á Buick LPGA Shanghai mótinu og fagnaði sigri með tveggja högga forystu á næstu kylfinga.

Becky Morgan, sem sigraði á Opna indverska mótinu á Evrópumótaröðinni, fer upp um 131 sæti milli vikna. Hún er nú komin upp í 334. sæti.

Staða 10 efstu kylfinga heimslistans má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslistanum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is